Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.
Heildareftirspurn í útboðinu var 6.680 m.kr.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 27 voru samtals 4.460 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,99%. Heildartilboð voru 6.680 m.kr. á bilinu 2,94% - 3,08%. Heildarstærð flokksins verður 10.840 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 26. janúar 2021.