Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 5.840 m.kr.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 5.840 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 27 voru samtals 700 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,98%. Heildartilboð voru 1.380 m.kr. á bilinu 5,91% - 6,05%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans. Útgefið nafnverð í flokknum er 53.840 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27 voru samtals 1.000 m.kr. á 1 mánaða REIBOR + 0,40%. Heildartilboð voru 1.000 m.kr. á álagi á bilinu 0,39% - 0,40%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans og hafa þá verið seld bréf í flokknum fyrir 3.200 m.kr. að nafnvirði. Útgefið nafnverð í flokknum er 10.000 m.kr.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 28 voru samtals 3.020 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 0,03%. Heildartilboð voru 3.460 m.kr. á bilinu 0,00% - 0,10%. Seld verða áður útgefin bréf í eigu bankans. Útgefið nafnverð í flokknum verður 36.200 m.kr. eftir útgáfuna.

Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CBI 22 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Hreint verð á flokknum var fyrirfram ákveðið sem 101,406. Bankinn kaupir til baka 1.280 m.kr. að nafnvirði í flokknum.

Nánari upplýsingar


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl