Íslandsbanki tilkynnir hér með niðurstöðu endurkaupatilboðs sem tilkynnt var um 17. janúar 2022 til eigenda 300 milljón evra skuldabréfs sem ber 1,125% vexti og er á gjalddaga 12. apríl 2022 þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár.
Tilkynnt var um tilboðið 17. janúar 2022 og var það háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboðsskjali (e. tender offer memorandum) dagsett 17. janúar 2022.
Bankanum bárust gild tilboð að upphæð 199.916.000 evra og voru þau öll samþykkt.
Umsjónaraðilar voru BofA Securities, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Nomura.