Pistillinn birtist fyrst sem innslag í Vellinum á Símanum sporti.
Hvaða áhrif getur það haft á enska boltann að milljarður manna bætist við millistéttina í Asíu næsta áratuginn eða svo?
Við höfum þegar séð vísbendingar um það. Tekjur af sölu sjónvarpsréttar utan Bretlands hafa sem dæmi sjöfaldast og vaxið umtalsvert hraðar en innanlands undanfarinn áratug. Tekjur af sölu auglýsinga hafa rokið upp úr öllu valdi, ekki síst vegna aukins áhuga í austurlöndum og æfingaferðir og mót í Asíu eru áberandi á hverju sumri. Loks hefur helmingur liðanna í úrvalsdeildinni nú auglýsingar á maganum sem nær alfarið er ætlað að ná til asískra áhorfenda. Þetta er engin tilviljun.