Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Mikill áhugi á nýjum fræðslufundum Íslandsbanka

Tæplega 400 þátttakendur hafa skráð sig á fjármálanámskeið í fjórum hlutum. Enn er opið fyrir skráningar.


Fjármálaráðið er nýtt fjármálanámskeið sem haldið er fjögur miðvikudagskvöld í febrúar. Á námskeiðinu, sem best hentar fróðleiksfúsum á aldrinum 16-25 ára, verður rætt um efnahagsmál, sparnað, fjárfestingar, íbúðakaup, lántöku og loks vinnumarkaðinn.

Fyrsti hluti námskeiðsins verður haldinn á vefnum í kvöld kl. 20:30 og er enn opið fyrir skráningar, en tæplega 400 þátttakendur hafa þegar skráð sig til leiks. Viðtökurnar hafa verið umfram björtustu vonir og verður án vafa boðið upp á fleiri námskeið síðar.

Nánari upplýsingar og skráningarsíðu má nálgast hér.