Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur rétt úr kútnum eftir hlé sem varð vegna heimsfaraldurs COVID-19. Þetta endurspeglast í afar góðri þátttöku og meti sem slegið var í söfnun áheita í 38. Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór 19. ágúst síðastliðinn.
Að þessu sinni voru skráðir til þátttöku 11.307 hlauparar á öllum aldri frá 84 löndum, 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár, en í ár gátu þátttakendur í fyrsta sinn skráð sig í þrjá kynjaflokka.
Áheit á hlaupara og málefni inni á hlaupastyrkur.is námu að þessu sinni yfir 199,8 milljónum króna en söfnun áheita lauk á miðnætti 21. ágúst. Með þessu slegið fyrra met í söfnun áheita frá árinu 2019 þegar söfnuðust 167 milljónir króna. Afraksturinn rennur svo til þeirra 175 góðgerðarfélaga sem skráð eru hjá hlaupinu.