Þrátt fyrir að útlit sé fyrir samdrátt aflamagns er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukist um 9% árið 2019. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.
Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003. Er það ósk okkar að skýrslan gefi bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjávarútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Íslandsbanki hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og virkum stuðningi við greinina. Íslandsbanki er meðal annars stoltur stuðningsaðili Íslenska sjávarklasans og Kvenna í sjávarútvegi.