Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslenskur sjávarútvegur 2019

Þrátt fyrir að útlit sé fyrir samdrátt aflamagns er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukist um 9% árið 2019. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.


Þrátt fyrir að útlit sé fyrir samdrátt aflamagns er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukist um 9% árið 2019. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003. Er það ósk okkar að skýrslan gefi bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjávarútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Íslandsbanki hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og virkum stuðningi við greinina. Íslandsbanki er meðal annars stoltur stuðningsaðili Íslenska sjávarklasans og Kvenna í sjávarútvegi.

Skýrsluna má nálgast hér

Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni


  • Gert er ráð fyrir 9% aukningu útflutningsverðmæta árið 2019 og 4% aukningu 2020.

  • Sjávarútvegur skilaði um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi 2019.

  • Ísland vermir 19. sæti á lista stærstu fiskveiðiþjóða og er hlutdeild okkar um 1,3% á heimsvísu.

  • OECD áætlar að árið 2022 verði magn fiskeldis í fyrsta sinn meira en veiðar.

  • Útflutningsverðmæti ferskra afurða hefur aukist um 133% frá aldamótum þrátt fyrir 16% samdrátt í útfluttu magni.

  • Konur sinna 30% starfa í sjávarútvegi, þar af 9% í fiskveiði og 43% í fiskiðnaði

  • Tíu stærstu útgerðirnar fara nú með rúman helming úthlutaðs aflamarks.

  • Skuldir fyrirtækja í greininni hafa aukist um 74 ma.kr. frá því þær náðu lágmarki árið 2016.