Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslensk ferðaþjónusta 2019

Verðmætaaukning ferðaþjónustunnar hefur verið drifin áfram af fjölgun ferðmanna. Nú þegar útlit er fyrir fækkun þeirra blasir við verðug áskorun við að auka verðmæti á hvern ferðamann til að viðhalda verðmætaaukningu greinarinnar.


Verðmætaaukning ferðaþjónustunnar hefur verið drifin áfram af fjölgun ferðmanna. Nú þegar útlit er fyrir fækkun þeirra blasir við verðug áskorun við að auka verðmæti á hvern ferðamann til að viðhalda verðmætaaukningu greinarinnar.

Íslandsbanki hefur gefið út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu og er henni ætlað að gefa aðilum innsýn í þróun greinarinnar og stöðu hennar hverju sinni. Íslandsbanki er stoltur samstarfsaðili fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og vill með útgáfunni leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Er það von okkar að skýrslan reynist gagnleg og góð viðbót við þá miklu umfjöllun sem ferðaþjónustan hefur alið af sér og verðskuldar.

Sækja skýrslu (PDF)

Íslensk ferðaþjónusta - Fundur á Hilton Reykjavík Nordica


Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta, opnaði fund Íslandsbanka í tilefni útgáfu skýrslunnar. Í kjölfarið kynntu þeir Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu, helstu niðurstöður.

Að lokum ræddi Sigrún Hjartardóttir í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka við þau Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála um stöðu greinarinnar.

Íslensk ferðaþjónusta - Panelumræður


Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála ræða við Sigrúnu Hjartardóttur í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Umræðurnar fóru fram á fundi Íslandsbanka í tilefni af útgáfu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar.

Nokkrar staðreyndir úr skýrslunni

  • Fækkun ferðamanna mun leiða til aukinnar árstíðasveiflu.

  • Breytingar á komum ferðamanna hingað til lands eftir þjóðerni hafa leitt til skemmri dvalartíma en áður.

  • Gert er ráð fyrir samdrætti í gjaldeyristekjum og að viðskiptaafgangur verði lítill sem enginn á árinu.

  • Ísland var dýrasti áfangastaður Evrópu árið 2017 og greiddi ferðamaðurinn þó nær tvöfalt hærra verð (84%) hér en að meðaltali innan ESB.

  • Asískir og breskir ferðamenn sækja í dýrari gistingu á meðan aðrir nýta sér í ríkari mæli ódýrari gistingu.

  • Áætlað er að hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 8% á árinu þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun ferðamanna. Reiknum við því með áframhaldandi lækkun á nýtingu hótela á svæðinu.

  • Hægt hefur á tekjuvexti ferðaþjónustufyrirtækja og hefur þeim ekki tekist að mæta þróuninni með kostnaðarhagræðingu. Niðurstaðan er versnandi rekstrarniðurstöður á nánast alla mælikvarða.

  • Tæplega helmingur fyrirtækja greinarinnar skilar tapi og er hlutfall fyrirtækja í taprekstri hæst á Vesturlandi og á Vestfjörðum

Nánari upplýsingar um skýrsluna veita:


Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í greiningu Íslandsbanka


Senda tölvupóst

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir

Forstöðumaður Verslunar og þjónustu


Senda tölvupóst