Íslandsbanki tilkynnir í dag um fyrirhuguð endurkaup á 500 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 1,75% vexti og er á gjalddaga 7. september 2020 (ISIN: XS 1484148157). Útistandandi höfuðstóll skuldabréfsins er í dag 56,28 milljónir evra.
Endurkaupin eru liður í virkri stýringu efnahagsreiknings Íslandsbanka og verða bréfin afskráð að loknum endurkaupum.
Skilmálum og skilyrðum endurkaupa er lýst í skjali meðfylgjandi kauphallartilkynningu.
Umsjónaraðili með endurkaupunum fyrir hönd bankans er Deutsche Bank AG.