Römpum upp Reykjavík er verkefni sem kynnt var í gær í Iðnó af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Haraldi Þorleifssyni, upphafsmanni.
Verkefnið miðar að því að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu með því að setja upp hundrað rampa í Reykjavík fyrir árslok. Íslandsbanki er meðal þátttakenda verkefnisins en hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka, samræmist verkefnið því vel stefnu bankans.