Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki og Storebrand í samstarf um græna sjóði

Norska eignastýringarfyrirtækið Storebrand Asset Managment hefur, í samstarfi við Íslandsbanka, opnað þrjá græna fjárfestingasjóði á Íslandi. Sjóðirnir eru nú þegar í rekstri Storebrand en þeir eru opnir bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum á Íslandi.


Eignastýring Storebrand hefur frá árinu 2018 átt í samstarfi við Íslandssjóði, dótturfélag Íslandsbanka. Þar hefur fagfjárfestum gefist kostur að fjárfesta í sjóðum Storebrand, þar á meðal grænum sjóðum. Markmið Storeband nú, í samstarfi við Íslandsbanka, er að vekja athygli og áhuga almennings á sjálfbærum fjárfestingum.

Storebrand Asset Management er stærsta einkarekna eignastýringarfyrirtæki í Noregi með rúmlega 84 milljarða evra í stýringu. Þá er Storebrand í fararbroddi á Norðurlöndum í lífeyrissparnaði og almennum sparnaði sem byggir á sjálfbærum fjárfestingum. Storebrand hefur í rúman aldarfjórðung fjárfest í samfélagslegum verkefnum fyrir hönd viðskiptavina sinna, bæði innan og utan Norðurlandanna.

Þeir sjóðir sem nú standa íslenskum viðskiptavinum til boða í gegnum Íslandsbanka eru:

  • Storebrand Global ESG Plus, kolefnislaus hlutabréfasjóður sem sérhæfir sig í fjárfestingum utan atvinnugreina sem nýta jarðefnaeldsneyti og uppfylla kröfur um umhverfislega og félagslega þætti, sem og kröfur um vandaða stjórnarhætti (UFS).
  • Storebrand Global Solutions, alþjóðlegur hlutabréfasjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum sem hafa sjálfbærni að markmiði og eru að mati bankans vel í stakk búin til að mæta áskorunum tengdum sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
  • Storebrand Global Indeks, vísitölutengdur hlutabréfasjóður sem miðar að því að ná sambærilegri ávöxtun og alþjóðlegur hlutabréfamarkaður, sem mæld er í viðmiðunarvísitölu sjóðsins.

Okkur er ánægjuefni að gefa jafnt almennum- sem fagfjárfestum tækifæri til að fjárfesta í sjóðum okkar í samstarfi við Íslandsbanka. Í okkar huga er Íslandsbanki fullkominn samstarfsaðili þar sem báðir bankarnir hafa að markmiði að bjóða viðskiptavinum sínum hvort í senn upp á ávöxtunarmöguleika og þátttöku í sjálfbærri framtíð. Eignastýring Storebrand valdi þessa þrjá sjóði sérstaklega þar sem við teljum að þeir séu kærkomin viðbót á íslenskum markaði. Storebrand hefur verið í fararbroddi í sjálfbærum fjárfestingum á Norðurlöndunum og við teljum að reynsla okkar og þekking verði eftirsótt af íslenskum fjárfestum.

Jan Erik Saugestad
Forstjóri eignastýringar Storebrand Asset Management