Íslandsbanki var fyrstur íslenskra banka til að skilgreina og birta heildstæðan ramma utan um sjálfbær lán í eignasafni sínu og Reginn var fyrst íslenskra fasteignafélaga að birta umgjörð um græna fjármögnun. Lánasamningurinn er því hluti af þeirri vegferð sem bæði félögin hafa markað sér og er til merkis um ánægjuleg tímamót.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins undirrituðu samninginn, rafrænt.