Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Birting á afkomu ársins 2018

Eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. febrúar 2019


Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 9.30. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.

Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.

Afkomufundur á íslensku kl. 10.30 fimmtudaginn 14. febrúar

Afkomufundur með markaðsaðilum verður haldinn 14. febrúar, kl. 10.30 á 9. hæð höfuðstöðva Íslandsbanka að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Fundurinn verður á íslensku. 

Vinsamlegast skráið ykkur á afkomufundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is.

Fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs á neðangreindum dagsetningum:

  • Ársskýrsla og ársreikningur 2018 - 13. febrúar 2019
  • Aðalfundur - 21. mars 2019
  • Árshlutauppgjör 1F 2019 - 8. maí 2019
  • Árshlutauppgjör 2F 2019 - 31. júlí 2019
  • Árshlutauppgjör 3F 2019 - 30. október 2019

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Frekari upplýsingar veitir:

Fjárfestatengsl – Gunnar Magnússon, gunnarsm@islandsbanki.is og í síma 440 4665.