Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til Árunnar, árangursríkasta auglýsingaherferðin, fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.


Auglýsingastofan Brandenburg hefur komið að öllum tilnefndum auglýsingum bankans.

Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, verða afhent 8. mars næstkomandi. Það er ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, ásamt SÍA, samband íslenskra auglýsingastofa, sem tilnefnir auglýsendur og veitir verðlaunin.

Við erum gríðarlega stolt af þessum tilnefningum!