Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki í lykilhlutverki við sölu á Mílu 

Salan á Mílu til Ardian France SA fyrir 69,5 milljarða króna er ein stærsta erlenda fjárfesting sem átt hefur sér stað á Íslandi um árabil. Íslandsbanki veitti alhliða þjónustu við söluna og gegndi lykilhlutverki við framkvæmd allra helstu verkþátta í söluferlinu.


Við söluna naut Síminn ráðgjafar Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka auk þess sem Fyrirtækjasvið bankans leiddi fjármögnun viðskiptanna í samstarfi við Fyrirtækjalánasjóð Íslandssjóða. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka annaðist útgáfu skuldabréfa og Gjaldeyrismiðlun bankans sá um öll gjaldeyrisviðskipti vegna sölunnar. 

Íslandsbanki er leiðandi í fjárfestingarbankastarfsemi á Íslandi og salan á Mílu sýnir glöggt getu bankans til að leiða farsællega til lykta stærstu verkefnin á markaðnum.