Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfismati Íslandsbanka í BBB-/A-3 með stöðugum horfum.
Hækkunin endurspeglar það mat S&P að rekstrarskilyrði Íslandsbanka, sem og annarra íslenskra viðskiptabanka, fari batnandi.
Að mati S&P endurspeglar lánshæfismat Íslandsbanka sterkt eiginfjárhlutfall og rekstrarafkomu, og sterka lausafjárstöðu.
Hækkun lánshæfismats var tekin í kjölfar skoðunar S&P á íslensku bankakerfi og byggir hún á mati þeirra um að dregið hafi úr efnahagslegri áhættu í íslenska hagkerfinu og væntingum um bætt lánshæfi og framtíðarstöðugleika. S&P gerir ráð fyrir takmörkuðum viðbótar áhrifum fjármálakreppunnar 2008 á lánshæfi bankans. S&P leit einnig til hækkunar lánshæfismats íslenska ríkisins sem merki um aukið jafnvægi og bætt skilyrði bankakerfisins.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Þessi niðurstaða er í takt við væntingar okkar í ljósi hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á þeim árangri sem hefur náðst, bæði í íslensku efnahagslífi sem og í endurskipulagningu lánasafns bankans. Lánshæfismat í fjárfestingarflokk frá Fitch og nú Standard & Poor‘s mun hafa jákvæð áhrif á aðgengi okkar að erlendu fjármagni og gera okkur kleift þjónusta viðskiptavini okkar enn betur og uppfylla framtíðarsýn bankans um að vera númer 1 í þjónustu.“
Lánshæfismat Íslandsbanka: