Íslandsbanki er eitt þeirra 38 fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2021. Auk fyrirtækjanna 38 hlutu 7 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar viðurkenninguna.
Viðurkenningin var veitt á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2020 hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hafa náð markmiðunum um 8 á milli ára.