Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum miðvikudaginn 22. apríl 2020.
Boðnir verða út óverðtryggðu flokkarnir ISLA CB 21 og ISLA CB 23 og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 28.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 29. apríl 2020.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 22. apríl 2020.