Íslandsbanki hf. verður með víxlaútboð miðvikudaginn 15. nóvember 2017, sem er breyting frá 14. nóvember í útgáfudagatali. Boðnir verða út 6 mánaða flokkurinn ISLA 18 0522 og 12 mánaða flokkurinn ISLA 18 1120.
Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 15. nóvember en greiðslu- og uppgjörsdagur er 21. nóvember 2017.