Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum þriðjudaginn 1. desember 2015. Boðnir verða út óverðtryggður flokkur til 8 ára, ISLA CB 23 og 11 ára verðtryggður flokkur, ISLA CBI 26.
Íslandsbanki hefur endurskoðað útgáfuáætlun sína úr nettó útgáfu að upphæð 11-13 ma. kr. í 15-20 ma. kr. Bankinn hefur gefið út sértryggð bréf fyrir 20,26 ma. kr. á árinu en nettó útgáfa ársins er 15,59 ma. kr. ef tekið er tillit til þeirra bréfa sem voru gefin út til að uppfylla nýja samninga um viðskiptavakt.