Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Standard and Poor's staðfestir lánshæfismatseinkun bankans, BBB-/A-3 með stöðugum horfum

Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfismatseinkun Íslandsbanka, BBB-/A-3, með stöðugum horfum


Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfismatseinkun Íslandsbanka, BBB-/A-3, með stöðugum horfum eftir að tilkynnt var um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis um stöðuleikaframlag.

Helstu breytingar frá áður tilkynntum tillögum kröfuhafa Glitnis til ríkisins eru að Glitnir mun afsala öllu hlutafé ISB holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Þessar breytingar fela í sér að Íslandsbanki mun ekki greiða sérstakar arðgreiðslur til Glitnis eins og áður var gert ráð fyrir.

Í tilkynningu S&P segir að þessi nýi samningur, þ.e. að færa bankann í eigu ríkisins og að Íslandsbanki greiði ekki út arð, sé einfaldari en fyrri samningur og mun auðvelda eigendum Glitnis að losa fjármagn frá Íslandi fyrir árslok.

S&P segir einnig að þeir geri ekki ráð fyrir að Íslandsbanki sé langtíma fjárfesting fyrir ríkið og telur að bankinn verði settur í söluferli innan tveggja ára. Einnig telja þeir líklegt að eiginfjárhlutföll verði lækkuð fyrir söluferlið og spá að RAC (Risk Adjusted Capital) hlutfallið verði 12%-13% fyrir lok árs 2017 sem er lækkun frá miðju ári 2015 en þá var RAC hlutfallið 17.3%.

Stöðugar horfur S&P endurspegla forsendur þeirra um að bæði eiginfjárstaða og lausafjárstaða bankans verði áfram sterk eftir væntanlegt útflæði innlána í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta á næstu mánuðum.