Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. : Stækkun á erlendri skuldabréfaútgáfu

Íslandsbanki hefur stækkað skuldabréfaútgáfu sína að fjárhæð 150 m. sænskra króna á gjalddaga 13. febrúar 2019.


Íslandsbanki hefur stækkað skuldabréfaútgáfu sína að fjárhæð 150 m. sænskra króna á gjalddaga 13. febrúar 2019.

Heildarstærð flokksins verður nú 450 m. sænskar krónur. Skuldabréfið sem er til fjögurra ára ber fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor en viðbótarútgáfan var seld á verðinu 100,48. Kaupendur voru fjárfestar frá Skandinavíu og meginlandi Evrópu. Skuldabréfið er skráð í Kauphöllina á Írlandi.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/

Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokkhólmi.