Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 5.000 m.kr.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 5.000 m.kr.

Óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 19 var stækkaður um 820 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,27%.

Heildartilboð voru 900 m.kr. á bilinu 5,14% - 5,30%. Heildarstærð flokksins verður 10.840 m.kr. eftir útgáfuna.

Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 22 var stækkaður um 3.100 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,20%.

Heildartilboð voru 3.100 m.kr. á bilinu 3,15% - 3,20%. Heildarstærð flokksins verður 12.920 m.kr. eftir útgáfuna.

Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 660 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,97%.

Heildartilboð voru 1.000 m.kr. á bilinu 2,92% - 3,00%. Heildarstærð flokksins verður 23.540 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 2. maí næstkomandi.

Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka að afloknu útboði verður að nafnverði 77.420 m.kr.