Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Annað árshlutauppgjör 2017 birt fimmtudaginn 17. ágúst 2017

Íslandsbanki mun birta annað árshlutauppgjör 2017 fyrir opnun markaða fimmtudaginn 17. ágúst 2017.


Íslandsbanki mun birta annað árshlutauppgjör 2017 fyrir opnun markaða fimmtudaginn 17. ágúst 2017.
Afkomufundur á íslensku

Síðar þann dag kl. 12.30, munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skrá mig á fjárfestafund.

Símafundur á ensku

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla.
Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér.