Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.
Heildareftirspurn í útboðinu var 1.860 m.kr.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 24 voru samtals 540 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,59%. Heildartilboð voru 540 m.kr. á bilinu 2,56% - 2,59%. Heildarstærð flokksins verður 19.180 m.kr. eftir útgáfuna.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 30 voru samtals 1.320 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,55%. Heildartilboð voru 1.320 m.kr. á bilinu 2,51% - 2,55%. Heildarstærð flokksins verður 16.780 m.kr. eftir útgáfuna.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 31. janúar næstkomandi.
Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka að afloknu útboði verður að nafnverði 108.260 m.kr.