Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa. Óverðtryggði flokkurinn, ISLA CB 23, var boðinn út og seldust þar 3,82 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,90%. Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var einnig boðinn út en öllum tilboðum var hafnað að þessu sinni.
Heildareftirspurn í útboðinu var 7,1 ma. kr., en 54% tilboða var tekið. Eftir útboðið nemur heildarstærð ISLA CB 23 6,86 ma. kr. en heildarupphæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður 51,5 mö. kr. Þetta var síðasta útboð bankans á sértryggðum skuldabréfum árið 2015.
Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 8. desember.