Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa.
- Óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 23 var stækkaður um 1.480 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,72%.
- Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 22 var stækkaður um 760 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,34%.
- Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 26 var stækkaður um 2.040 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,22%.
- Heildareftirspurn í útboðinu var 4.580 m.kr.
Stefnt er að töku til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 18. nóvember næstkomandi.
Í tengslum við útboðið fór fram skiptiútboð þar sem eigendum verðtryggða flokksins ISLA CBI 16 gafst kostur á að selja skuldabréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Nafnverð skiptanna voru 1.280 m.kr.
Það sem af er ári 2016 hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 18.000 m.kr. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður að nafnverði 65.420 m.kr.