Samtökin eru hluti af World Green Building Council og eru rekin án hagnaðarmarkmiða. Samtökin vinna í rannsóknar- og þróunarverkefnum og halda reglulega fræðsluviðburði sem hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar hins byggða umhverfis.
Í október 2020 birti Íslandsbanki sjálfbæran fjármálaramma, þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en ramminn nær meðal annars utanum fjármögnun grænna bygginga.