Mikill áhugi var á skuldabréfaútgáfunni frá evrópskum fjárfestum og var fjórföld eftirspurn eftir útgáfunni sem endurspeglar mikla trú alþjóðlegra fjárfesta á rekstri bankans og íslensku efnahagsumhverfi.
Stefnt er að skráningu í kauphöllina á Írlandi þann 12. apríl 2019 og verður útgáfan gefin út undir 2.500.000.000 bandaríkjadollara Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem nálgast má á vef bankans.
Umsjónaraðilar útboðsins voru BofA Merrill Lynch, Citi, Deutsche Bank og Morgan Stanley.
Samhliða útgáfunni, þá tilkynnti bankinn um skilyrt endurkaupatilboð fyrir allt að 300 milljónir evra að nafnvirði, á 500 milljóna evra 1,750% skuldabréfaútgáfu bankans sem er á gjalddaga 7. september 2020 (ISIN XS1484148157/148414815).
Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupatilboðinu (e. Tender Offer Memorandum) dagsettu 4. apríl 2019. Endurkaupatilboðið er liður í að viðhalda sterkum efnahagsreikningi bankans en minnka jafnframt endurfjármögnunaráhættu.
Umsjónaraðilar með endurkaupatilboðinu voru einnig: BofA Merrill Lynch, Citi, Deutsche Bank og Morgan Stanley.
Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Lucid Issuer Services Limited (netfang: islandsbanki@lucid-is.com, sími: +44 20 7704 0880).