Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út almenn skuldabréf í norskum og sænskum krónum

Íslandsbanki hefur í dag gefið út almenn skuldabréf (e. senior preferred) að fjárhæð 800 milljónir sænskra króna til tveggja ára og 1.400 milljónir norskra króna til þriggja ára.   Skuldabréfin bera breytilega vexti sem nema 425 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum annarsvegar og 475 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum hinsvegar.


Íslandsbanki hefur í dag gefið út almenn skuldabréf (e. senior preferred) að fjárhæð 800 milljónir sænskra króna til tveggja ára og 1.400 milljónir norskra króna til þriggja ára.   Skuldabréfin bera breytilega vexti sem nema 425 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum annarsvegar og 475 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum hinsvegar.

Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 18. nóvember 2022 og verða þau gefin út undir European Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Danske Bank, Nordea og Swedbank.

Grunnlýsingu USD 2.500.000.000 EMTN útgáfuramma bankans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans.

Nánari upplýsingar


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl