Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hefur í fyrsta sinn selt sértryggð skuldabréf í evrum

Íslandsbanki hefur í dag gefið út sértryggð skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 5 ára. Bréfin bera 3% fasta vexti sem jafngildir 70 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.


Íslandsbanki gaf í dag út sértryggð skuldabréf til fimm ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 42 milljörðum íslenskra króna.

Útgáfan er gefin út undir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf frá 8.apríl 2022.

Skuldabréfin bera 3% fasta vexti sem jafngildir 70 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.

Barclays Bank Ireland PLC og UBS Europe SE sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans.

Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 20.september 2022 og er búist við að útgáfan fái lánshæfiseinkunnina A frá Standard & Poor´s Global Ratings

Nánari upplýsingar veita:


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengill


Senda tölvupóst
844 4033

Edda Hermannsdóttir

Forstöðumaður


Senda tölvupóst
844 4005