Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki flytur í Vestmannaeyjum

Nýtt og hagkvæmt útibú var hannað með þjónustuupplifun viðskiptavina að leiðarljósi.


Eftir 65 farsæl ár við Kirkjuveg í Vestmannaeyjum hefur útibú Íslandsbanka nú flutt í nýtt og hagkvæmt húsnæði að Strandvegi 26.

Öll hönnun og virkni nýja útibúsins tekur mið af sveigjanleika í skipulagi, nýrri tækni, öflugri ráðgjöf og þjónustuupplifun viðskiptavina. Starfsfólk útibúsins leggur sig sem fyrr fram við að þjónusta viðskiptavini með persónulegri og vandaðri þjónustu.