Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:
- Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um allt að 0,25 prósentustig. Almennir veltureikningar haldast óbreyttir.
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,1 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig.
Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.