Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki breytir vöxtum

Breytingar verða á vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 16. janúar næstkomandi.


Breytingar verða á vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 16. janúar næstkomandi. Rétt er að vekja athygli á því að í skilmálum óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum sem veitt voru á tilgreindu tímabili á árunum 2012 til 2021, eru ákvæði sem heimila viðskiptavinum að sækja um vaxtagreiðsluþak.

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:

  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára lækka um 0,20 prósentustig
  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára lækka um 0,40 prósentustig
  • Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,40 prósentustig
  • Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,40 prósentustig
  • Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum hækka almennt um 0,40 prósentustig


Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.