Íslandsbanki mun þann 29. mars breyta vöxtum í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 22. mars síðastliðinn þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 1,00 prósentustig.
Vaxtabreyting hjá Ergo tekur gildi 31. mars
Rétt er að vekja athygli á því að í skilmálum óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum sem veitt voru á tilgreindu tímabili á árunum 2012 til 2021, eru ákvæði sem heimila viðskiptavinum að sækja um vaxtagreiðsluþak.
Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:
- Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um 1,00 prósentustig.
- Vextir á almennum veltureikningum hækka um 0,50 prósentustig.
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 1,00 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,00 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 1,00 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 1,00 prósentustig.
Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.
Breytingar á óverðtryggðum breytilegum vöxtum húsnæðislána taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.