Viðskipti bankans með skráð skuldabréf voru þau mestu í kauphöllinni annað árið í röð og námu um 414 milljörðum króna í kaupum og sölum samanlagt. Viðskipti bankans með skráð hlutabréf á aðallista voru þau þriðju mestu í kauphöllinni og námu samanlagt um 389 milljörðum króna sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári þegar þau námu 218 milljörðum króna.
Árið 2021 var afar viðburðaríkt á mörkuðum og frumútboð Íslandsbanka var einn hápunkta þess. Velta í kauphöllinni með hlutabréf jókst heilt yfir um 75% á milli ára, en velta með skuldabréf dróst saman um 34% á milli ára.