Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki áfram í hópi þeirra bestu í UFS mati Reitunar

Nýjasta UFS mat Reitunar á Íslandsbanka sýnir fram á góða frammistöðu bankans á sviði sjálfbærni. Bankinn fær 90 stig, sama fjölda og í fyrra og er áfram í hópi þeirra bestu í málaflokknum.


Í UFS mati Reitunar er horft til þriggja meginþátta, umhverfis- og félagsþátta, auk stjórnarhátta. Hæstu einkunnina fær bankinn í flokki umhverfisþátta eða 96 stig af 100 mögulegum. Er einkunnin í takti við áherslur bankans í umhverfismálum, og þá sérstaklega mati á kolefnisfótspori lána- og eignasafnsins og markmiðasetningu um kolefnishlutleysi árið 2040. Íslandsbanki fær einnig góðar einkunnir í flokkum félagsþátta og stjórnarhátta.

Samantekt á UFS sjálfbærnimati Reitunar á Íslandsbanka – júní 2023