Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki afhendir 56 listaverk

Afhent hafa verið 56 verk úr listaverkasafni Íslandsbanka. Verkin fara til listasafna víða um land.


Íslandsbanki gaf í byrjun vikunnar nokkurn hluta af listaverkasafni bankans til 16 listasafna víðs vegar um landið. Afhent voru 56 verk að þessu sinni, en með því er framfylgt samþykkt hluthafafundar í maí í fyrra um að gefa hluta af listaverkasafni Íslandsbanka.

Saga Íslandsbanka nær allt aftur til ársins 1875 og í gegnum tíðina hefur bankinn eignast mörg söguleg og falleg verk. Vandað er til verka við að velja þeim stað við afhendingu með það að markmiði að færa söfnum landsins verk og reynt var að horfa til tengsla verkanna í listasögunni í þeirra nærsamfélagi. Söfnin sem taka við gjöfinni eru líka vel í stakk búin til að standa vörð um listasögu Íslands með því að varðveita verkin og sýna þau.

Það var mikil ánægja og heiður að afhenda þessi 56 listaverk til listasafna víðsvegar um landið við þess fullviss að þessi verk eru komin á góðan stað þar sem landsmenn munu geta  notið til framtíðar. Í gegnum tíðina hefur bankinn með sama hætti afhent verk til varðveitingar sem tengjast ákveðnum byggðarlögum. Listasafn Reykjanesbæjar fékk gefið verk eftir Gunnlaug Blöndal, „Saltfiskstúlkurnar“ og eins afhenti bankinn „Síldarstúlkurnar“ eftir sama listamann aftur heim til Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka

Formleg afhending  fór fram í Safnahúsinu sl. mánudag þar sem  bankastjóri Íslandsbanka Listasafni Íslands og Hörpu Þórsdóttur safnstjóra sérstakar þakkir við aðstoðina og gott samstarf við afhendinguna.