Í gamalli dæmisögu úr Gyðingdómi eru rabbínar tveir beðnir um að þylja upp allt innihald trúarritanna Tóra standandi á öðrum fæti. Annar þeirra bregst hinn versti við en hinn segir slíkt þó lítið mál: „Ekki gera öðrum neitt sem þú fyrirlítur sjálfur. Þannig er Tóra í heild sinni, allt annað eru athugasemdir“.
Þar til nýlega hefði mátt beita svipaðri nálgun á rekstur tæknirisans Apple. Þrátt fyrir allar tölvurnar, úrin, heyrnartólin, tónlistina og þar fram eftir götunum mátti segja að Apple væri iPhone, allt annað væri til skrauts. Tekjur og arðsemi fyrirtækisins mátti rekja til þessarar arðbærustu neytendavöru sögunnar og erfiðlega gekk að útvíkka tekjustofna.