Undanfarin ár hefur VNV hækkað duglega í desember en við reiknum með hóflegri hækkun þetta árið. Verðbólgan hefur aukist talsvert það sem af er ári sem má að miklu leyti rekja til veikingar krónunnar en í lok nóvember og byrjun desember hefur sú veiking að hluta gengið til baka. Ástæður fyrir nýlegri styrkingu krónunnar voru krufðar til mergjar í nýútgefnu korni. Á síðustu tveimur vikum hefur krónan styrkts um rúmlega 5% en fram að því hafði hún veikst um 12% frá áramótum. Útlit er fyrir að tímabundið hafi þrýstingur á gengið minnkað eftir mikil gjaldeyriskaup erlendra aðila og metinngrip Seðlabankans fyrr í haust. Spá Greiningar er að verðbólgan mælist að meðaltali 2,8% á þessu ári, 2,9% á árinu 2021 og 2,3% árið 2022.
Hófleg hækkun vísitölu neysluverðs í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 3,6% en hún var 3,5% í nóvember. Í nóvember hjaðnaði árstaktur verðbólgunnar í fyrsta sinn í 8 mánuði en við spáum að takturinn hækki á ný í desember.
Samantekt
Spáum 0,2% hækkun VNV í desember
Hófleg hækkun flugfargjalda í desember ólíkt fyrri árum
Eldsneytisverð hækkar á milli mánaða
Föt og skór hækka einnig í verði á milli mánaða
Flugfargjöld hafa vegið hvað þyngst til hækkunar á vísitölu neysluverðs (VNV) í desember síðastliðin ár en sú er ekki raunin að þessu sinni. Á undanförnum árum hefur tíðkast á meðal Íslendinga að halda utan landsteina í desember, meðal annars að freista þess að gera góð kaup á jólagjöfum. Það verður vitaskuld til muna minna um slíkar ferðir þetta árið en COVID-19 hefur sett sinn svip á ferðavenjur einstaklinga á árinu. Flugfargjöld hækka um 2,8% (0,04% áhrif í VNV) á milli mánaða en að jafnaði hefur hækkunin numið 16,5% (0,19% áhrif í VNV) á síðastliðnum 5 árum í desember. Allir megin undirliðir vísitölunnar vega til lítilsháttar hækkunar. Liðurinn matur og drykkur hækkar um 0,14% (0,02% áhrif í VNV) og vegur þar hækkun á kjötvörum þyngst.
Á svipuðum slóðum næsta kastið
Við spáum 0,4% lækkun VNV í janúar, 0,6% hækkun í febrúar og 0,3% hækkun í mars. Gangi spá okkar eftir mun verðbólgan áfram mælast talsvert mikil næsta kastið. Meðalverðbólga á 1F 2021 verður til að mynda 3,7% gangi spá okkar eftir. Horfur um framhaldið hafa hins vegar skánað talsvert.
Ástæður bjartari verðbólguhorfa á komandi misserum eru að stórum hluta jákvæðari horfur um hagþróun þegar líður á næsta ár eftir tíðindi af bóluefnum og áformum um bólusetningu við COVID-19 á síðustu vikum. Sér í lagi hafa líkur á því að ferðaþjónustan rétti talsvert úr kútnum á komandi ári aukist. Við höfum því uppfært gengisforsendu spárinnar til nokkru sterkara gengis krónu á komandi misserum. Á móti vegur að útlit er fyrir nokkru hraðari hækkun íbúðaverðs og launa á spátímanum en áður. Við áætlum að verðabólgan verði nokkuð yfir 2,5% markmiði Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs en verði komin undir markmið fyrir lok árs 2021. Við áætlum að meðalverðbólga ársins 2021 verði 2,9% en 2,3% árið 2022.
Líkt og áður var reifað verður hækkun desembermánaðar með hóflegra móti miðað við síðustu ár, sér í lagi vegna þeirra verðhækkana sem hafa verið á árinu. Verðbólguvæntingar halda þó áfram að batna frá síðasta mánuði en jákvæðar fréttir af bóluefnum hafa aukið bjartsýni á mörkuðum víðsvegar um heim. Áhrif af gengislækkun krónu fyrr á árinu hafa gefið verðbólgunni undir fótinn en þau áhrif hafa líklegast runnið sitt skeið í bili og með hækkandi sól mun draga úr verðbólguþrýstingi. Við áætum að verðbólgan muni aukast lítillega á fyrstu mánuðum næsta árs en taki svo að dvína hratt í framhaldinu. Helstu forsendur okkar eru að bóluefni verði komið á markað á öðrum ársfjórðungi næsta árs og ferðaþjónustan eigi betra ár í vændum en það sem fer nú að renna undir lok. Krónan muni því styrkjast þegar lengra líður á næsta ár á sama tíma og slaki í hagkerfinu minnki.
Höfundur
Lagalegur fyrirvari
Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki).
Upplýsingar í skýrslu þessari eru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbanka og ábyrgist bankinn ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra, lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.
Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta er mismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.
Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar til einkanota. Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.
Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.
Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).
BANDARÍKIN
Skýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða til viðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.
KANADA
Upplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu með neinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.
ÖNNUR LÖND
Lög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrslu þessarar.