Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair Group

Útboðið hefst kl. 9:00 miðvikudaginn 16. september 2020 og því lýkur kl. 16:00 fimmtudaginn 17. september 2020


Um fyrirhugað útboð

  • Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðs
  • Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 10:00 miðvikudaginn 16. september. Vefstreymi verður aðgengilegt hér
  • Fyrirhugað er að útboðið hefjist kl. 9:00 miðvikudaginn 16. september 2020 og ljúki kl. 16:00 fimmtudaginn 17. september 2020
  • Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt verður að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti
  • Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun
  • Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 króna fyrir hvern hlut
  • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020
  • Áætlaður gjalddagi og eindagi er 23. september 2020
  • Afhendingardagur nýrra hluta og fyrsti viðskiptadagur með hina nýju hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland er áætlaður 12. október 2020
  • Íslandsbanki og Landsbankinn eru umsjónaraðilar útboðsins

Söluaðilar áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá fjárfestum. Verði fjárfestir ekki við þessari kröfu söluaðila innan þess frests sem gefinn er, áskilja söluaðilar sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi fjárfestis að hluta eða í heild. Söluaðilar meta einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi.

Félagið mun falla frá útboðinu ef lágmarksáskrift sem tilgreind er í lýsingu félagsins næst ekki. Tilkynning um slíkt yrði birt í Kauphöll Íslands. Komi til þess verða áskriftir felldar niður og ógildar og tafarlaust verður haft samband við fjárfesta sem greitt hafa greiðsluseðla og þeim endurgreitt.

Spurt og svarað


Spurðu Fróða


Ertu með fleiri spurningar? Fróði gæti verið með svörin.

Umsjónaraðilar útboðs


Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka

Vegna tilboðsbókar A


Senda póst
440 4000

Verðbréfaráðgjöf Íslandsbanka

Vegna tilboðsbókar B


Senda póst
440 4900

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans

Vegna tilboðsbókar A


Senda póst
410 4000

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans

Vegna tilboðsbókar B


Senda póst
410 4040