Um fyrirhugað útboð
- Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðs
- Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 10:00 miðvikudaginn 16. september. Vefstreymi verður aðgengilegt hér
- Fyrirhugað er að útboðið hefjist kl. 9:00 miðvikudaginn 16. september 2020 og ljúki kl. 16:00 fimmtudaginn 17. september 2020
- Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt verður að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti
- Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun
- Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 króna fyrir hvern hlut
- Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020
- Áætlaður gjalddagi og eindagi er 23. september 2020
- Afhendingardagur nýrra hluta og fyrsti viðskiptadagur með hina nýju hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland er áætlaður 12. október 2020
- Íslandsbanki og Landsbankinn eru umsjónaraðilar útboðsins