Opinn kynningarfundur
Kynningarfundur var haldinn 28. nóvember 2023, kl. 10:00
Hlutafjárútboð Ísfélags hf. mun standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 23. nóvember nk., til kl. 14:00 föstudaginn þann 1. desember.
Til að fá aðgang að gögnum um útboðið þarftu að velja land úr eftirfarandi fellilista og samþykkja ákveðna skilmála
Kynningarfundur var haldinn 28. nóvember 2023, kl. 10:00
Áskriftarbók A | Áskriftarbók B | |
Stærð áskrifta | Áskriftir frá 100.000 kr. – 20.000.000 kr. | Áskriftir yfir 20.000.000 kr. |
Útboðsgengi | Fast verð 135 kr. á hlut. | Tilboð skulu gerð á eða yfir lágmarksverði 135 kr. á hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum. |
Stærð útboðs | Til sölu verða 23.784.770 hlutir (20% af stærð útboðsins) | Til sölu verða 95.139.081 hlutir (80% af stærð útboðsins) |
Úthlutun vegna umframeftirspurnar | Áskriftir í áskriftarbók A verða skertar hlutfallslega, þó þannig að leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir 500.000 kr. og flötum niðurskurði beitt á hæstu áskriftir ef það dugar ekki til. Áskriftir starfsmanna Ísfélags í útboðinu verða ekki skertar | Áskriftir í áskriftarbók B verða áskriftir sem eru á eða yfir útboðsgengi áskriftarbókar B samþykktar, þó þannig að ef umframeftirspurn verður í þessum hluta útboðsins verða áskriftir skertar. Við skerðingu í áskriftarbók B verða áskriftir metnar á grundvelli verðs. Þannig verður leitast við að skerða ekki áskriftir sem eru yfir útboðsgengi áskriftarbókar B en þær áskriftir sem eru á útboðsgengi áskriftarbókar B verða skertar hlutfallslega með tilliti til fjárhæðar áskrifta á því gengi. Öll samþykkt tilboð verða samþykkt á sama gengi: Útboðsgengi áskriftarbókar B. |
Fjárfestum er heimilt að breyta áskrift sem þeir hafa þegar lagt fram í útboðinu á áskriftartímabilinu með því að leggja fram annað tilboð eða fella niður tilboð sem þegar hefur verið lagt fram. Allar áskriftir sem hafa ekki verið felldar niður á áskriftartímabilinu eru skuldbindandi fyrir viðkomandi fjárfesti í lok áskriftartímabilsins. Seljendur áskilja sér rétt til að innheimta áskriftir til samræmis við fyrirmæli laga, eða úthluta hlutabréfum áskrifanda sem ekki greiðir á gjalddaga til annarra fjárfesta, án frekari fyrirvara eða viðvörunar og með vöxtum og kostnaði. Seljendur áskilja sér einnig rétt til að fella niður áskriftir sem ógreiddar eru við lok gjalddaga áskrifta og endurúthluta þeim hlutum sem áskriftirnar varða til annarra hluthafa.
Umsjónaraðilar útboðsins áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá áskrifendum. Verði áskrifandi ekki við þessari kröfu umsjónaraðila innan þess frests sem gefinn er, áskilja seljendur sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi áskrifanda að hluta eða í heild. Seljendur meta einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi. Lögaðilar sem taka þátt í útboðinu eru skyldugir til þess að vera með LEI-auðkenni. Liggi gilt LEI-auðkenni ekki fyrir við lok áskriftartímabils mun áskrift vera felld niður. Seljendur og umsjónaraðilar áskilja sér rétt til að hafna áskriftum, án fyrirvara eða aðvörunar.
Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og verða hinir seldu hlutir ekki markaðssettir eða boðnir til kaups utan Íslands. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum þeim einstaklingum sem hafa bæði íslenska kennitölu og lögheimili hérlendis og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, sem og þeim lögaðilum sem hafa íslenska kennitölu, skráð heimili hér á landi og eru ekki ógjaldfærir í skilningi laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, með þeim takmörkunum sem af lögum kunna að leiða.
Fjárfestar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér takmarkanir samkvæmt lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á fjárfestingum í þeim verðbréfum sem útboðið varðar, einkum þær takmarkanir sem fyrir hendi eru á heimildum erlendra lögaðila og íslenskra lögaðila undir erlendum yfirráðum til að eignast eignarhluti í fiskveiðiútgerðarfyrirtækjum og fiskvinnslufyrirtækjum. Erlendur aðili er, samkvæmt 2. gr., laganna einstaklingur, búsettur erlendis, án tillits til ríkisfangs, félag, stofnun, sjóður eða annar lögaðili, sem á heimili erlendis, erlent ríki og ríkisfyrirtæki, svo og atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum. Ísfélag og umsjónaraðilar útboðsins áskilja sér rétt til að hafna áskriftum ef þau telja að viðkomandi fjárfesti sé óheimilt samkvæmt íslenskum lögum að eignast eignarhluti í Ísfélagi hf.
Umsjónaraðilar útboðsins áskilja sér rétt til þess að hafna áskriftum ef viðkomandi fjárfesti er óheimilt að eignast eignarhluti í Ísfélagi hf. samkvæmt íslenskum lögum.
Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá útboðinu ef Nasdaq Iceland hf. hafnar umsókn Ísfélags um töku til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, ef áskrift er ekki móttekin fyrir alla hluti sem boðnir eru til sölu í útboðinu, eða af einhverjum öðrum ástæðum sem seljendur telja gefa tilefni til. Í slíkum tilvikum verða áskriftir og úthlutanir þá gerðar ógildar. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréf í Ísfélagi hf. á Aðalmarkaði, en áætlað er að hann verði þann 8. desember 2023.
Áréttað er fyrir fjárfestum að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem getur byggst á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Ísfélagi hf. skulu fjárfestar kynna sér áhættuþætti Ísfélags, skilmála útboðsins og aðrar upplýsingar um Ísfélag hf., sem finna má í lýsingu Ísfélags hf., sem dagsett er 22. nóvember 2023, auk annarra gagna, fyrirvara og upplýsinga sem birt eru í tengslum við útboðið og fyrirhugaða skráningu á Nasdaq Iceland.
Áskriftartímabil:
23. nóvember – 1. desember 2023
Opinn kynningarfundur:
28. nóvember 2023, kl. 10:00
Áætlaður tilkynningardagur um niðurstöður útboðsins:
Eigi síðar en 4. desember 2023
Áætlaður eindagi greiðslu:
6. desember 2023
Áætlaður afhendingardagur bréfa og fyrsti viðskiptadagur:
8. desember 2023