Laun fyrir hverja unna vinnustund hækkuðu um 0,8% í september frá mánuðinum á undan samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Hækkunin milli mánaða skýrist ekki af samningsbundinni hækkun launa. Hins vegar er hækkun í september árviss og tengist því að ýmsar álagsgreiðslur koma aftur inn af fullum krafti eftir sumarleyfi. Einnig kann launaskrið hugsanlega að skýra einhvern hluta hækkunarinnar.
Undanfarna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,1%. Verðbólga í september mældist hins vegar 9,3% miðað við vísitölu neysluverðs (VNV) og á þann mælikvarða hefur kaupmáttur launa því skroppið saman um 1,1% undanfarið ár.