Halli á þjónustujöfnuði var tæplega 11 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins. Er það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem halli mælist á þjónustuviðskiptum við útlönd. Hér er jafnframt um verulegan viðsnúning að ræða frá fjórðungunum á undan þar sem talsverður afgangur mældist á þjónustujöfnuði þrátt fyrir hrun í þjónustutekjum vegna ferðamanna.
Engin ein ástæða er fyrir óvenju óhagstæðum þjónustujöfnuði á 1F 2021. Næstu fjórðunga höfðu annars vegar tekjur vegna þeirra ferðamanna sem heimsóttu landið í júlí og ágúst í fyrra, og hins vegar miklar tekjur af útflutningi hugverka í lyfjaiðnaði, dregið vagninn í þeim talsverða þjónustuafgangi sem þá mældist. Nú varð hins vegar enginn slíkur búhnykkur til bjargar.