Skuldabréfin hafa verið tekin til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf.
Með útgáfunni fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, en blá skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru þau fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma.