Airbnb er orðið þrisvar sinnum umfangsmeira en öll gistiheimili landsins en á síðasta ári nam velta Airbnb 20 milljörðum króna sem er aukning um 109% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni er því spáð að gjaldeyristekjur verði ríflega 570 milljarðar króna af ferðaþjónustu árið 2018 sem þýðir 10% tekjuvöxtur.
Í skýrslunni eru teknar saman rekstrarniðurstöður ferðaþjónustufyrirtækja en má þar sjá að 1% fyrirtækja ferðaþjónustunnar skapa helming af heildarrekstrartekjum greinarinnar á meðan 93% fyrirtækja eru með einungis 19% af tekjunum.
Á vel sóttum morgunverðarfundi í Perlunni var skýrslan kynnt og í framhaldi voru umræður um stöðu ferðaþjónustunnar. Þátttakendur í umræðum voru:
- Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela
- Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
- Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður Verslunar og þjónustu hjá Íslandsbanka
- Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra