Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Fastir vextir húsnæðislána hækka

Breytingin gildir frá og með mánudeginum 26. október


Frá og með 26. október hækka fastir vextir húsnæðislána Íslandsbanka með eftirfarandi hætti:

  • Verðtryggð A húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05%
  • Verðtryggð B húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 3,05% í 3,15%
  • Óverðtryggð A húsnæðislán með föstum vöxtum til 3 ára hækka úr 3,95% í 4,10%
  • Óverðtryggð B húsnæðislán með föstum vöxtum til 3 ára hækka úr 5,05% í 5,20%
  • Óverðtryggð A húsnæðislán með föstum vöxtum til 5 ára hækka úr 4,05% í 4,40%
  • Óverðtryggð B húsnæðislán með föstum vöxtum til 5 ára hækka úr 5,15% í 5,50%

Nánari upplýsingar um húsnæðislán Íslandsbanka má nálgast hér.