Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Fækkun Gjaldmiðla

Frá og með 15. maí næstkomandi mun Íslandsbanki eingöngu kaupa og selja seðla í eftirfarandi erlendum myntum: bresk pund (GBP), pólsk zloty (PLN), evrur (EUR) og bandaríska dollara (USD).


Íslandsbanki mun við framangreint tímamark hætta kaupum og sölu á seðlum í kanadískum dollurum (CAD), norskum krónum (NOK), sænskum krónum (SEK), svissneskum frönkum (CHF) og japönskum jenum (JPY). Sölu á dönskum krónum (DKK), sænskum krónum (SEK) og norskum krónum (NOK) var hætt í september 2023. Þá var kaupum á dönskum (DKK) krónum hætt í byrjun árs 2024.

Fækkun á seðlum í erlendum myntum sem Íslandsbanki kaupir og selur má meðal annars rekja til minnkandi eftirspurnar viðskiptavina eftir erlendu reiðufé og aukinnar notkunar stafrænna greiðsluleiða. Helsta ástæðan er þó hertar kröfur um peningaþvættisvarnir.

Viðskiptavinir Íslandsbanka, sem eiga kanadíska dollara (CAD), norskar krónur (NOK), sænskar krónur (SEK), svissneska franka (CHF) eða japönsk jen (JPY), geta komið í útibú bankans fyrir 15. maí til þess að skipta myntunum út.

Framangreindar breytingar hafa ekki áhrif á framboð gjaldeyrissreikninga sem viðskiptavinum bankans stendur til boða, sjá nánar um Gjaldeyrisreikninga hér.