Verð á hráolíu og tengdum afurðum hefur lækkað skarpt síðustu vikur á heimsmarkaði eftir mikla hækkun á fyrri hluta ársins. Frá mánaðamótum hefur verð á Brent-hráolíutunnunni lækkað um nærri 12% og frá júníbyrjun er lækkunin ríflega 20%. Verðið á hráolíu er nú u.þ.b. 97 Bandaríkjadollarar á hverja tunnu og þar með svipað og það var rétt áður en innrás Rússa í Úkraínu leiddi til skarprar verðhækkunar í lok febrúar. Nýjasta lækkunarhrinan er að sögn erlendra miðla drifin af þremur þáttum:
- Nýleg gögn frá Bandaríkjunum leiða í ljós rýmri birgðastöðu þar í landi en talið var.
- Horfur um hagvöxt á heimsvísu hafa dökknað talsvert undanfarið og þar með hafa væntingar um vöxt spurnar eftir hráolíu og afleiddum afurðum minnkað.
- OPEC+ verðsamráðshópurinn ákvað að bæta lítillega í framboð aðildarríkjanna