Frá og með 1. janúar 2024 mun Íslandsbanki hætta að taka á móti seðlum í dönskum krónum.
Þann fyrsta september á þessu ári hætti íslandsbanki að selja seðla í dönskum, norskum og sænskum krónum. Á undanförnum árum hafa reglur um peningaþvættisvarnir verið hertar verulega ásamt því sem Norðurlöndin eru að þróast í áttina að því að verða seðlalaus samfélög. Af þeim sökum hefur orðið sífellt erfiðara fyrir bankann að losna við seðla í dönskum krónum.
Viðskiptavinir sem eiga seðla í danskri mynt hafa til áramóta til þess að skipta þeim yfir í íslenskar krónur í útibúum Íslandsbanka.